Radio Létt Bylgjan

[

Listen Live

]

Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986 og er því 20 ára síðar á þessu ári. Haldið er upp á afmælið Bylgjunnar á ári hverju með mismunandi hætti. Rúmlega 145.000 Íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára stilla á Bylgjuna í hverri sem gerir hana að vinsælustu útvarpsstöð landsins. Bylgjan sendir út allan sólarhringinn og einkenni stöðvarinnar er frábær tónlist og traustar fréttir á klukkutímafresti. Dagskrá Bylgjunnar má finna hér. Bylgjan er nýflutt í Skaftahlíðina eftir 5 ára dvöl að Lynghál... See more

Reykjavik FM|96.7
+3545125967
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
last update
[2023-09-08 19:19:36]
Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986 og er því 20 ára síðar á þessu ári. Haldið er upp á afmælið Bylgjunnar á ári hverju með mismunandi hætti. Rúmlega 145.000 Íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára stilla á Bylgjuna í hverri sem gerir hana að vinsælustu útvarpsstöð landsins.

Bylgjan sendir út allan sólarhringinn og einkenni stöðvarinnar er frábær tónlist og traustar fréttir á klukkutímafresti. Dagskrá Bylgjunnar má finna hér.

Bylgjan er nýflutt í Skaftahlíðina eftir 5 ára dvöl að Lynghálsi 5 í Reykjavík þar sem hún kom sér fyrir vorið 2001 eftir stutta dvöl í Aðalstræti 6. Á upphafsárum Bylgjunnar var hún starfrækt við Snorrabraut í húsi kennt við Osta og Smjörsöluna. Einnig átti hún í stuttan tíma samastað í Sigtúni 7.

Bylgjan er rekin af 365 Ljósvakamiðlum.

Dagskrástjórar.

Mikið af mætu fólki hefur stýrt Bylgjunni í gegn um tíðina. Þegar stöðin fór í loftið 1986 var Einar Sigurðsson útvarpstjóri og Páll Þorsteinsson var dagskrárstjóri, Páll tók síðan við útvarpsstjórastöðunni og Valdís Gunnarsdóttir gerðist dagskrárstjóri. Hallgrímur Thorsteinsson tók við af Valdísi. Jón Axel Ólafsson var næstur en af honum tók við Björgvin Halldórsson. Eftir að Björgvin hætti tók Þorgeir Ástvaldsson við í stuttan tíma eða þar til Jón Axel tók við að nýju. Hallur Helgason gengdi starfinu um tíma og Skúli Helgason tók við af honum. Þeirra á milli hljóp Þorgeir aftur í skarðið. Eiríkur Hjálmarsson fór úr morgunþættinum í dagskrárstjórastólinn þar til Ágúst Héðinsson tók svo við. Bjarni Arason var dagskrárstjóri Bylgjunnar um langt skeið. Núverandi dagskrárstjóri er Ágúst Héðinsson sem einnig er forstöðumaður Útvarpssviðs 365.

Dagskárgerðarfólk.

Af bestu getu var tekinn saman listi yfir þá sem skemmt hafa Íslendingum með tónlist og tali á Bylgjunni í tæp 20 ár. Albert Ágústsson, Anna Björk Birgisdóttir, Anna F. Gunnarsdóttir, Anna Kristine Magnúsdóttir, Anna Þorláksdóttir, Ágúst Héðinsson, Árni Þórður Jónsson, Árni Þórður Jónsson, Ásgeir Kolbeinsson, Ásgeir Tómasson, Bjarni Arason, Bjarni Dagur Jónsson, Bjarni Haukur Þórsson, Bjarni Ólafur Guðmundsson, Bragi Guðmundsson, Bryndís Schram, Brynhildur Þórarinsdóttir, Darri Ólafsson, Davíð Þór Jónsson, Edda Björgvinsdóttir, Egill Helgason, Eiríkur Hjálmarsson, Eiríkur Jónsson, Elín Hirzt, Erla Friðgeirsdóttir, Geir Flóvent, Gísli Rúnar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Þóra Hjaltadóttir, Gunnar Gunnarsson, Gunnlaugar Helgason, Hafþór Freyr Sigmundsson, Halldór Backman, Hallgrímur Kristinsson, Hallgrímur Thorsteinsson, Haraldur Gíslason, Heimir Jónasson, Helga Möller, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Rúnar Óskarsson, Henný Árnadóttir, Hermann Gunnarsson, Hilmir Snær Guðnason, Hörður Arnarson, Hörður Arnarsson, Ívar Guðmundsson, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jóhann Jóhannson, Jóhann Örn Ólafsson, Jón Axel Ólafsson, Jón Ársæll Þórðarson, Jón Gústafsson, Jón Ólafsson, Júlíus Brjánsson, Karl Ágúst Úlfsson, Karl Garðarsson, Kristófer Helgason, Magnús Viðar Sigurðsson, Margrét Blöndal, Margrét Hrafnsdóttir, Ólöf Marín Úlfarsdóttir, Páll Þorsteinsson, Pálmi Guðmundsson, Pétur Steinn Guðmundsson, Ragnar Páll Ólafsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Rúnar Róbertsson, Sighvatur Jónsson, Sigurður G Tómasson, Sigurður Hall, Sigurður Hlöðversson, Sigurður Ragnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Sigursteinn Másson, Skúli Helgason, Snorri Már Skúlason, Snorri Sturluson, Stefán Hrafn Hagalín, Stefán Jökulsson, Stefán Sigurðsson, Steingrímur Ólafsson, Steinn Áramann Magnússon, Súsanna Svavarsdóttir, Sveinn Snorri Sighvatsson, Sveinn Þór Geirsson, Valdís Gunnarsdóttir, Valtýr Björn Valtýrsson, Þorgeir Ástvaldsson, Þorgrímur Þráinsson, Þorsteinn Ásgeirsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Þórhallur Guðmundsson, Þráinn Steinsson, Örn Árnason.
© LogFM.com, 2009-2024 (2024-03-26,07:10:37)